Erlent

Khamenei þakkar Trump fyrir að sýna „rétta andlit Bandaríkjanna“

Samúel Karl Ólason skrifar
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran. Vísir/AFP
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, gerði lítið úr aðvörunum Donald Trump vegna eldflaugatilrauna Íran í dag. Hann kallaði Trump „nýliða“ og þakkaði honum fyrir að hafa sýnt „rétt andlit“ Bandaríkjanna og opinberað algera spillingu stjórnvalda þar.

Trump tísti þann þriðja febrúar um eldflaugaskot Íran og sagði stjórnvöld þar leika sér að eldi. Þeir átti sig ekki á því „ljúfur“ Barack Obama hafi verið. Trump segir að hann verði það ekki.

Khamenei virðsti beina orðum sínum að því tísti og spurði í viðtali við ríkissjónvarp Íran af hverju Íranir ættu að vera þakklátir Obama. Þá gerði hann lítið úr Trump.

„Af því að hann setti viðskiptaþvinganir gegn Íran? Vegna Íslamska ríkisins? Sem hefur kollvarpað svæðinu í Írak og í Sýrlandi?“ sagði Khamenei.

„Við erum þakkát herra nýgræðingi, auðvitað, þar sem hann hefur sýnt hið rétta andlit Bandaríkjanna og sannað það sem Íran hefur verið að segja í 38 ár um stjórnmálalega-, efnahagslega-, samfélagslega- og siðferðilega spillingu stjórnvalda Bandaríkjanna.“

Þá sagði hann Írani ekki óttast neina ógn.

Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulag sem Íran gerði við Bandaríkin og fimm önnur heimsveldi árið 2015 um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun þeirra fyrir það að slakað yrði á viðskiptaþvingunum gegn Íran.

Íran skaut eldflaug á loft í byrjun mánaðarins og Trump hefur sett frekari þvinganir á fyrirtæki og einstaklinga í íran í kjölfar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×