Líklegt að lögreglan muni ekki fá upplýsingar um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 13:19 Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum. vísir Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27