Körfubolti

„Skiptir engu þó svo að þær væru með Michael Jordan í liðinu“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erna og Williams með bikarinn.
Erna og Williams með bikarinn. Vísir/Eyþór
Keflavík og Haukar eigast við í síðari undanúrslitaleik Maltbikarkeppni kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

„Við þurfum bara að nálgast þennan leik sem eitt sterkt lið. Við erum með ungt lið en ef við keyrum öll á sömu blaðsíðunni þá ættum við að vera í góðum málum,“ segir Nashika Williams en Haukar eru í næstneðsta sæti Domino's-deildarinnar. Keflavík er í þriðja sætinu, 20 stigum á undan Haukum.

Þó svo að það sé mikill munur á liðunum segir hún að það sé hægt fyrir Hauka að vinna þennan leik, þrátt fyrir að lið Hauka sé að stórum hluta ungt.

„Þær hafa spilað vel án mín og af miklum krafti. Við ætlum að reyna að vera skynsamari en Keflavík og þannig er hægt að vinna þær, þó svo að þær séu með besta liðið og Michael Jordan í liðinu. Við ætlum að einbeita að okkur sjálfum.“



Keflavík er fyrirfram talin sigurstranglegri aðilinn en Erna Hákonardóttir segir að Keflvíkingar geti ekki leyft sér að nálgast leikinn á þann máta.

„Það hefur verið góður stígandi í liði Hauka sem eru með nýjan útlending. Við þurfum að spila vel til að komast í úrslitaleikinn,“ segir Erna.

Keflavík er með sterka vörn og Erna segir að það verði lagt upp með að spila góðan varnarleik eins og alltaf.

„Þá kemur sóknin að sjálfu sér. Ef við spilum góða vörn þá ættum við að komast langt.“

„Við verðum að mæta til leiks með hausinn í lagi. Við getum ekki mætt og ætlast til að vinna, við verðum að gera okkar besta og spila vel.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×