Fótbolti

MSN-tróið með fjögur mörk í risasigri Börsunga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez, Messi og Neymar skoruðu allir í dag.
Suárez, Messi og Neymar skoruðu allir í dag. vísir/getty
Barcelona fór afar illa með Alavés þegar liðin mættust í 22. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur 0-6, Barcelona í vil.

Með sigrinum komst Barcelona á topp deildarinnar. Liðið er með tveimur stigum meira en Real Madrid sem á þrjá leiki til góða.

MSN-tríóið var í stuði í dag og skilaði samtals fjórum mörkum. Luis Suárez skoraði tvívegis og Neymar og Lionel Messi sitt markið hvor.

Ivan Rakitic komst einnig á blað auk þess sem Alexis, varnarmaður Alavés, skoraði sjálfsmark.

Þessi sömu lið mætast í úrslitum spænska konungsbikarsins 26. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×