Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 09:45 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. vísir/getty Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, er ekki ánægður með yngri flokka þjálfun í handbolta á Íslandi og segir vandamálið rista djúpt. Sigfús er af gamla skólanum og hlóð því í bloggfærslu í gærkvöldi þar sem hann fer vandlega, skref fyrir skref, yfir það sem er að í mótun okkar unga íþróttafólks, og ekki bara í handboltanum. Honum finnst vanta mikið upp á að unnið sé með fótavinnu og rétta stöðu leikmanna. Því sé einfaldlega ábótavant að ungum leikmönnum sé kenndur leikurinn á réttan hátt og þá hefur hann áhyggjur af stóru strákunum sem kannski hreyfa sig ekki eðlilega eins og aðrir þegar þeir eru að taka út vöxt. Þeim sé ýtt til hliðar og staðinn endum við uppi með lágvaxin lið og landslið. Sigfús kallar eftir stefnumótun hjá HSÍ og þar sé sett upp kennsluáætlun sem farið er eftir. Sjálfur skrifaði hann sambandinu bréf á síðasta ári og var kallaður á fund eftir það þar sem hann kom skoðunum sínum á framfæri. Eftir það hefur ekkert gerst.Sigfús og Arnór Atlason fagna sigri á móti Póllandi á ÓL 2008.vísir/getty„En eins og oft áður þá hefur ekkert gerst og allir eru að pukrast í eigin horni og eru að klúðra enn og aftur heilu kynslóðunum af frambærilegu ungu fólki,“ skrifar Sigfús í pistli sínum sem Vísir fékk leyfi til að birta. Sigfús dregur ekki af sér þegar hann talar um „aumingjavæðinguna“ í íþróttum og bara í flestu sem krakkar taka þátt í, eins og hann orðar það sjálfur. „Hverjum er greiði gerður með því að fara í keppni þar sem hann endar í síðasta sæti en fær samt verðlaun? Er ekki verið að segja þessum aðilum að það sé í lagi að tapa og þeim sem vinnur að það skipti ekki máli?“ spyr silfurdrengurinn. „Ég er á því að með þessu kerfi er verið að eyðileggja keppniskapið í þessum aðilum og að það komi bara upp meðalmennska í besta falli. Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku sem fæst með harðri vinnu sem felur í sér þrotlausar æfingar á líkama og sál,“ segir Sigfús Sigurðsson. Þennan mjög áhugaverða pistil eins okkar besta handboltamanns frá upphafi má lesa hér að neðan.vísir/gettyVantar upp á fótavinnu „Eftir að hafa fylgst með landsliðinu okkar undanfarin ár og einnig eftir að hafa verið viðloðandi við handboltann hérlendis og erlendis í þó nokkuð mörg ár hef ég myndað mér skoðun á vandamálinu sem blasir við okkur hérna á Íslandi. Fyrst langar mig að benda á að flest liðin á Íslandi eru með mikla vankanta á þjálfun sinni í yngri flokkunum. Þar er verið að leggja ofur áherslu á að vinna alla leiki í staðin fyrir að kenna íþróttina almennilega. Þar kemur upp það vandamál að þegar drengir fara á vissan aldur verða þeir álkulegir og hafa oft á tíðum ekki fulla stjórn á öllum útlimunum og eru hreinlega kjánalegir. Oft eru þetta þeir sem eru að stækka mest og á þessum tíma fá þeir oftast ekki að vera með þar sem það kostar liðið of mikið að mati þjálfarans og foreldranna og þegar fram í sækir þá hætta þessir einstaklingar þar sem þeir fá ekki að vera með og við endum uppi með leikmenn sem eru stubbar. Til dæmis eftir að hafa horft á yngri landsliðin þá sé ég að það er miklu ábótavant með kennslu á fótavinnu og réttar stöður leikmanna. Það eru viss grunnatriði sem verður að kenna svo að leikmenn geti komist upp á næsta plan og þessar grunnhreyfingar eru einfaldlega ekki kenndar. Og hvers vegna skildi það vera? Mig grunar að það sé vegna þess að meira sé lagt upp úr taktík og leiðum til að vinna leiki í staðin fyrir að víkka hugann og reyna að kenna þessar grunnstöður, bæði varnar- og sóknarlega.vísir/gettyEkki óharnaða krakka í þjálfun Í öðru lagi þá er stórt vandamál hjá Handknattleikssambandinu. Þar þarf að setja upp stefnumótun þar sem vissir þættir sportsins þurfa að koma fram og hvernig á að kenna þá. Það þarf að vera með aðhald á félögin til þess að þau fylgi því eftir sem HSÍ Setur fram og að liðin séu ábyrg gagnvart því sem sambandið setur fram. Til dæmis þá þarf að setja upp kennsluáætlun með vissum atriðum sem þarf að kenna í 6.flokk, 5.flokk, 4.flokk. 3.flokk og 2.flokk. Svo þegar upp í meistaraflokk er komið þá ertu með vel mótaða einstaklinga og leikmenn sem eru tilbúnir að taka við keflinu af þeim sem eru þar fyrir. Ég er ekki að segja að allir geti gert þetta en þetta kemur til með að skila betri árangri en það sem er í gangi í dag. Í þriðja lagi þá þarf handknattleikssambandið ásamt félögunum að passa upp á að þeir sem eru að þjálfa séu hæfir til þess. Ekki vera að setja óharnaða 16-19 ára stráka/stelpur í þjálfun sem hafa ekki fullmótaðan skilning á leiknum né mikla þekkinga nema þá úr bókum í þjálfum. Ef það er gert þá þarf að passa upp á að þessir einstaklingar fái kannslu og fræðslu hjá klúbbnum og sambandinu. Með þessu þá er verið að tryggja að þeir sem eru að þjálfa séu allir á sömu blaðsíðu með kennsluskránna og grunnatriðin, þó að þau geti verið með margt annað í gangi ásamt því að kenna undirstöðuatriðin.Íþróttir eru ekki bara sigrar.vísir/gettyKeppnisskapið eyðilagt Í fjórða lagi þá þurfum við að hætta með aumingjavæðinguna sem er í gangi. Ekki bara í íþróttum heldur í flestu sem krakkar taka þátt í. Hverjum er greiði gerður með því að fara í keppni þar sem hann endar í síðasta sæti en fær samt verðlaun? Er ekki verið að segja þessum aðilum að það sé í lagi að tapa og þeim sem vinnur að það skipti ekki máli? Ég er á því að með þessu kerfi er verið að eyðileggja keppniskapið í þessum aðilum og að það komi bara upp meðalmennska í besta falli. Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku sem fæst með harðri vinnu sem felur í sér þrotlausar æfingar á líkama og sál. Inn á þessum æfingum lærum við oft á tíðum að verða betri útgáfa af okkur sjálfum þegar við lærum að bera virðingu fyrir liðinu, klúbbnum, sportinu, sigrunum og töpunum sem særa okkur þegar þau sipta máli. Ég veit ekki hvort allir séu sammála mér en þetta er mitt álit. Í fimmta lagi þá þarf að taka á foreldra vandamálinu. Það má ekki lengur skamma krakka eða láta þau taka út refsingar fyrir slæma hegðun. Besti leikmaður liðsins mætir ekki nema á 50 prósent af æfingunum en svo að liðið vinni þá vilja foreldrarnir að hann spili til að sigra!vísir/gettyKlúðra heilu kynslóðunum Hvaða skilaboð eru það til þeirra sem mæta alltaf og æfa og æfa og æfa? Það þarf að taka völdin frá foreldrafélögunum með æfingar og keppnir. Þau þurfa að sætta sig við það að það sé viss stefnumótun í gangi og að allir þurfa að fara eftir henni og ef að einhver gerist brotleg/ur við þessa stefnumótun þá þarf sá hinn sami að taka út refsingu í formi spretta, armbeygna og svo framvegis. Foreldra vandamálið er hluti af þessari aumingjavæðingu líka. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég greinargott bréf til Handknattleikssambandsins og var boðaður á fund þangað eftir Evrópumótið sem var í janúar í fyrra. Þar lagði ég til að sambandið myndi leggjast í vinnu við að uppfæra kennsluskrána sem það hefur notast við síðustu 20 árin eða svo. Og að þjálfarar allra yngri flokkanna yrðu boðaðir á fund þar sem sambandið myndi leggja línurnar með framhaldið; hvað yrði að kenna krökkunum og aðferðafræðina á bak við þetta allt saman. Einnig að láta útbúa fullbúna kennsluáætlun fyrir hvern klúbb fyrir sig þar sem það er útlistað fyrir þá hvernig best er að nálgast þessa kennslu og hvaða aðferðafræði er ætlast til að sé notuð við yngriflokka þjálfun. En eins og oft áður þá hefur ekkert gerst og allir eru að pukrast í eigin horni og eru að klúðra enn og aftur heilu kynslóðunum af frambærilegu ungu fólki.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, er ekki ánægður með yngri flokka þjálfun í handbolta á Íslandi og segir vandamálið rista djúpt. Sigfús er af gamla skólanum og hlóð því í bloggfærslu í gærkvöldi þar sem hann fer vandlega, skref fyrir skref, yfir það sem er að í mótun okkar unga íþróttafólks, og ekki bara í handboltanum. Honum finnst vanta mikið upp á að unnið sé með fótavinnu og rétta stöðu leikmanna. Því sé einfaldlega ábótavant að ungum leikmönnum sé kenndur leikurinn á réttan hátt og þá hefur hann áhyggjur af stóru strákunum sem kannski hreyfa sig ekki eðlilega eins og aðrir þegar þeir eru að taka út vöxt. Þeim sé ýtt til hliðar og staðinn endum við uppi með lágvaxin lið og landslið. Sigfús kallar eftir stefnumótun hjá HSÍ og þar sé sett upp kennsluáætlun sem farið er eftir. Sjálfur skrifaði hann sambandinu bréf á síðasta ári og var kallaður á fund eftir það þar sem hann kom skoðunum sínum á framfæri. Eftir það hefur ekkert gerst.Sigfús og Arnór Atlason fagna sigri á móti Póllandi á ÓL 2008.vísir/getty„En eins og oft áður þá hefur ekkert gerst og allir eru að pukrast í eigin horni og eru að klúðra enn og aftur heilu kynslóðunum af frambærilegu ungu fólki,“ skrifar Sigfús í pistli sínum sem Vísir fékk leyfi til að birta. Sigfús dregur ekki af sér þegar hann talar um „aumingjavæðinguna“ í íþróttum og bara í flestu sem krakkar taka þátt í, eins og hann orðar það sjálfur. „Hverjum er greiði gerður með því að fara í keppni þar sem hann endar í síðasta sæti en fær samt verðlaun? Er ekki verið að segja þessum aðilum að það sé í lagi að tapa og þeim sem vinnur að það skipti ekki máli?“ spyr silfurdrengurinn. „Ég er á því að með þessu kerfi er verið að eyðileggja keppniskapið í þessum aðilum og að það komi bara upp meðalmennska í besta falli. Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku sem fæst með harðri vinnu sem felur í sér þrotlausar æfingar á líkama og sál,“ segir Sigfús Sigurðsson. Þennan mjög áhugaverða pistil eins okkar besta handboltamanns frá upphafi má lesa hér að neðan.vísir/gettyVantar upp á fótavinnu „Eftir að hafa fylgst með landsliðinu okkar undanfarin ár og einnig eftir að hafa verið viðloðandi við handboltann hérlendis og erlendis í þó nokkuð mörg ár hef ég myndað mér skoðun á vandamálinu sem blasir við okkur hérna á Íslandi. Fyrst langar mig að benda á að flest liðin á Íslandi eru með mikla vankanta á þjálfun sinni í yngri flokkunum. Þar er verið að leggja ofur áherslu á að vinna alla leiki í staðin fyrir að kenna íþróttina almennilega. Þar kemur upp það vandamál að þegar drengir fara á vissan aldur verða þeir álkulegir og hafa oft á tíðum ekki fulla stjórn á öllum útlimunum og eru hreinlega kjánalegir. Oft eru þetta þeir sem eru að stækka mest og á þessum tíma fá þeir oftast ekki að vera með þar sem það kostar liðið of mikið að mati þjálfarans og foreldranna og þegar fram í sækir þá hætta þessir einstaklingar þar sem þeir fá ekki að vera með og við endum uppi með leikmenn sem eru stubbar. Til dæmis eftir að hafa horft á yngri landsliðin þá sé ég að það er miklu ábótavant með kennslu á fótavinnu og réttar stöður leikmanna. Það eru viss grunnatriði sem verður að kenna svo að leikmenn geti komist upp á næsta plan og þessar grunnhreyfingar eru einfaldlega ekki kenndar. Og hvers vegna skildi það vera? Mig grunar að það sé vegna þess að meira sé lagt upp úr taktík og leiðum til að vinna leiki í staðin fyrir að víkka hugann og reyna að kenna þessar grunnstöður, bæði varnar- og sóknarlega.vísir/gettyEkki óharnaða krakka í þjálfun Í öðru lagi þá er stórt vandamál hjá Handknattleikssambandinu. Þar þarf að setja upp stefnumótun þar sem vissir þættir sportsins þurfa að koma fram og hvernig á að kenna þá. Það þarf að vera með aðhald á félögin til þess að þau fylgi því eftir sem HSÍ Setur fram og að liðin séu ábyrg gagnvart því sem sambandið setur fram. Til dæmis þá þarf að setja upp kennsluáætlun með vissum atriðum sem þarf að kenna í 6.flokk, 5.flokk, 4.flokk. 3.flokk og 2.flokk. Svo þegar upp í meistaraflokk er komið þá ertu með vel mótaða einstaklinga og leikmenn sem eru tilbúnir að taka við keflinu af þeim sem eru þar fyrir. Ég er ekki að segja að allir geti gert þetta en þetta kemur til með að skila betri árangri en það sem er í gangi í dag. Í þriðja lagi þá þarf handknattleikssambandið ásamt félögunum að passa upp á að þeir sem eru að þjálfa séu hæfir til þess. Ekki vera að setja óharnaða 16-19 ára stráka/stelpur í þjálfun sem hafa ekki fullmótaðan skilning á leiknum né mikla þekkinga nema þá úr bókum í þjálfum. Ef það er gert þá þarf að passa upp á að þessir einstaklingar fái kannslu og fræðslu hjá klúbbnum og sambandinu. Með þessu þá er verið að tryggja að þeir sem eru að þjálfa séu allir á sömu blaðsíðu með kennsluskránna og grunnatriðin, þó að þau geti verið með margt annað í gangi ásamt því að kenna undirstöðuatriðin.Íþróttir eru ekki bara sigrar.vísir/gettyKeppnisskapið eyðilagt Í fjórða lagi þá þurfum við að hætta með aumingjavæðinguna sem er í gangi. Ekki bara í íþróttum heldur í flestu sem krakkar taka þátt í. Hverjum er greiði gerður með því að fara í keppni þar sem hann endar í síðasta sæti en fær samt verðlaun? Er ekki verið að segja þessum aðilum að það sé í lagi að tapa og þeim sem vinnur að það skipti ekki máli? Ég er á því að með þessu kerfi er verið að eyðileggja keppniskapið í þessum aðilum og að það komi bara upp meðalmennska í besta falli. Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku sem fæst með harðri vinnu sem felur í sér þrotlausar æfingar á líkama og sál. Inn á þessum æfingum lærum við oft á tíðum að verða betri útgáfa af okkur sjálfum þegar við lærum að bera virðingu fyrir liðinu, klúbbnum, sportinu, sigrunum og töpunum sem særa okkur þegar þau sipta máli. Ég veit ekki hvort allir séu sammála mér en þetta er mitt álit. Í fimmta lagi þá þarf að taka á foreldra vandamálinu. Það má ekki lengur skamma krakka eða láta þau taka út refsingar fyrir slæma hegðun. Besti leikmaður liðsins mætir ekki nema á 50 prósent af æfingunum en svo að liðið vinni þá vilja foreldrarnir að hann spili til að sigra!vísir/gettyKlúðra heilu kynslóðunum Hvaða skilaboð eru það til þeirra sem mæta alltaf og æfa og æfa og æfa? Það þarf að taka völdin frá foreldrafélögunum með æfingar og keppnir. Þau þurfa að sætta sig við það að það sé viss stefnumótun í gangi og að allir þurfa að fara eftir henni og ef að einhver gerist brotleg/ur við þessa stefnumótun þá þarf sá hinn sami að taka út refsingu í formi spretta, armbeygna og svo framvegis. Foreldra vandamálið er hluti af þessari aumingjavæðingu líka. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég greinargott bréf til Handknattleikssambandsins og var boðaður á fund þangað eftir Evrópumótið sem var í janúar í fyrra. Þar lagði ég til að sambandið myndi leggjast í vinnu við að uppfæra kennsluskrána sem það hefur notast við síðustu 20 árin eða svo. Og að þjálfarar allra yngri flokkanna yrðu boðaðir á fund þar sem sambandið myndi leggja línurnar með framhaldið; hvað yrði að kenna krökkunum og aðferðafræðina á bak við þetta allt saman. Einnig að láta útbúa fullbúna kennsluáætlun fyrir hvern klúbb fyrir sig þar sem það er útlistað fyrir þá hvernig best er að nálgast þessa kennslu og hvaða aðferðafræði er ætlast til að sé notuð við yngriflokka þjálfun. En eins og oft áður þá hefur ekkert gerst og allir eru að pukrast í eigin horni og eru að klúðra enn og aftur heilu kynslóðunum af frambærilegu ungu fólki.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira