Erlent

Krefjast þess að hætt verði við opinbera heimsókn Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elísabet II Bretadrottning bauð Donald Trump í opinbera heimsókn.
Elísabet II Bretadrottning bauð Donald Trump í opinbera heimsókn. Vísir/EPA
Meira en milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld í Bretlandi hætti við að bjóða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Bretlands. BBC greinir frá.

Undirskriftasöfnunin var sett í gang um helgina en á laugardag höfðu aðeins sextíu undirskriftir safnast. Eftir að fréttir bárust af umdeildum tilskipunum Trump sem koma í veg fyrir að innflytjendur frá ákveðnum löndum geti komist til Bandaríkjanna hefur fjöldi undirskrifta margfaldast.

Um hádegi í gær höfðu 100 þúsund undirskriftir safnast og því þarf breska þingið nú að taka beiðnina til skoðunar. Nú hafa meira en milljón undirskriftir safnast og búist er við að Bretar muni mótmæla umdeildum tilskipunum Trump víða um Bretland í kvöld.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð Trump í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu fyrir hönd Elísabetar II Bretadrottningar. Ólíklegt er talið að heimboðið verði dregið til baka en samkvæmt frétt BBC hafa bandarísk yfirvöld þegar þegið boðið.


Tengdar fréttir

Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×