Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:23 Didier Dinart, þjálfari franska landsliðsins. Vísir/Getty Ísland mætir Frakklandi í 16-liða úrslitunum á HM á laugardag en leikurinn fer fram í Lille. Didier Dinart er landsliðsþjálfari Frakklands en hann er á sínu fyrsta stórmóti með liðið sem aðalþjálfari. Hann var lengi lykilmaður í ógnarsterkri vörn Frakklands og hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Claude Onesta, fyrrum landsliðsþjálfara. Dinart þekkir því afar vel til íslenska liðsins. Hann var í liðinu þegar Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking árið 2008, eftir að hafa unnið Ísland í úrslitaleik. Sjá einnig: Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Frakkar urðu sömuleiðis Evrópumeistarar tveimur árum síðar og lögðu þá Íslendinga að velli í undanúrslitum. Ísland vann bronsverðlaun á því móti. „Íslendingar eru með kraftmikla leikmenn og þekkja okkur vel. Leikir gegn Íslandi eru alltaf svolítið sérstakir,“ sagði hann í samtali við franska fjölmiðla í gær. „Við ætlum ekki að kvarta. Við vitum allir að það hefur enginn efni á að gera mistök þegar útsláttarkeppnin er hafin.“ Fyrir leikina í gær kom til greina að Frakkland myndi mæta Íslandi, Makedóníu eða Túnis í 16-liða úrslitunum. Hver af þeim er erfiðasti andstæðingurinn, að mati Dinart? „Erfiðasta liðið er Ísland því það eru alltaf jafnir leikir gegn Íslandi. En árin líða og liðin breytast með tíð og tíma.“ „Franska liðið verður að einbeita sér að sjálfu sér. Við munum ekki örvænta og undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Gefa 200 prósent í hann. Ef að liðið spilar eins og það á að gera og leikmenn sinna sínum hlutverkum þá ætti allt saman að fara vel.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Ísland mætir Frakklandi í 16-liða úrslitunum á HM á laugardag en leikurinn fer fram í Lille. Didier Dinart er landsliðsþjálfari Frakklands en hann er á sínu fyrsta stórmóti með liðið sem aðalþjálfari. Hann var lengi lykilmaður í ógnarsterkri vörn Frakklands og hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Claude Onesta, fyrrum landsliðsþjálfara. Dinart þekkir því afar vel til íslenska liðsins. Hann var í liðinu þegar Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking árið 2008, eftir að hafa unnið Ísland í úrslitaleik. Sjá einnig: Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Frakkar urðu sömuleiðis Evrópumeistarar tveimur árum síðar og lögðu þá Íslendinga að velli í undanúrslitum. Ísland vann bronsverðlaun á því móti. „Íslendingar eru með kraftmikla leikmenn og þekkja okkur vel. Leikir gegn Íslandi eru alltaf svolítið sérstakir,“ sagði hann í samtali við franska fjölmiðla í gær. „Við ætlum ekki að kvarta. Við vitum allir að það hefur enginn efni á að gera mistök þegar útsláttarkeppnin er hafin.“ Fyrir leikina í gær kom til greina að Frakkland myndi mæta Íslandi, Makedóníu eða Túnis í 16-liða úrslitunum. Hver af þeim er erfiðasti andstæðingurinn, að mati Dinart? „Erfiðasta liðið er Ísland því það eru alltaf jafnir leikir gegn Íslandi. En árin líða og liðin breytast með tíð og tíma.“ „Franska liðið verður að einbeita sér að sjálfu sér. Við munum ekki örvænta og undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Gefa 200 prósent í hann. Ef að liðið spilar eins og það á að gera og leikmenn sinna sínum hlutverkum þá ætti allt saman að fara vel.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29
Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35
Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00