Skotsilfur Markaðarins: Heitt undir Höskuldi og Ragna Árna ekki á útleið RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 20. janúar 2017 13:56 Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira