Innlent

Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Lögregla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Lögregla vill að tekið sé skýrt fram að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en að hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglu við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 

„Viti aðrir deili á bifreiðinni og ökumanni hennar eru hinir sömu beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu í síma 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á íslensku og ensku.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Tekið skal skýrt fram að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem kunna að nýtast lögreglu við rannsókn máls Birnu Brjánsdóttur. 

Viti aðrir deili á bifreiðinni og ökumanni hennar eru hinir sömu beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu í síma 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

The driver of the white car, driven west on Óseyrarbraut in Hafnarfjordur last Saturday at 12.24, is asked to come forward and contact the police as he might have information regarding a missing person case, in which 20 y.o. Birna Brjansdottir went missing.

The number for police is 444 1000, messages through abending@lrh.is and private messages on the Reykjavik Metropolitan Police Facebook site.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×