Körfubolti

Danero Thomas í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danero Thomas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór Ak.
Danero Thomas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór Ak. vísir/ernir
Danero Thomas, sem yfirgaf herbúðir Þórs Ak. í vikunni, hefur samið við ÍR. Hann skrifaði í dag undir samning við Breiðholtsliðið um að spila með því út tímabilið.

ÍR er sjötta félagið sem Thomas spilar með hér á landi. Hann kom fyrst til KR tímabilið 2012-13, var með Hamri tímabilið 2013-14, lék með bæði Val og Fjölni 2014-15 en var nú á sínu öðru tímabili með Þór Akureyri.

Thomas var með 16,6 stig, 7,1 frákast og 3,1 stoðsendingu að meðaltali á 30,2 mínútum í leik með Þór í Domino's deildinni í vetur. Hann var í byrjunarliðinu í öllum þrettán leikjunum sem hann spilaði fyrir Akureyrarliðið.

Thomas, sem er þrítugur, er með íslenskt ríkisfang og telst því ekki sem erlendur leikmaður.

ÍR er í 8. sæti Domino's deildarinnar með 12 stig. Thomas gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu þegar það tekur á móti Skallagrími á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×