Handbolti

Guðmundur Hólmar: Klæjar í puttana að fara að byrja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Hólmar tekur hér á Spánverjum. Hann fær að taka á Karabatic og félögum í dag.
Guðmundur Hólmar tekur hér á Spánverjum. Hann fær að taka á Karabatic og félögum í dag. vísir/getty
Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason er búinn að glíma við meiðsli og misst af leikjum en hann ætlar sér ekki að missa af glímunni á stóra sviðinu gegn Frökkum í dag.

„Þetta er bara frábært. Spila við Frakkana á heimavelli í svona völl með þennan áhorfendafjölda á staðnum. Þetta verður geðveikt,“ segir Guðmundur Hólmar spenntur en hann var þá á leið á æfingu í Stade Pierre Mauroy.

„Það er mikil tilhlökkun að kíkja í höllina og bara fyrir leiknum. Mig klæjar í puttana að fara að byrja.“

Þó svo Frakkarnir tali af virðingu um íslenska liðið þá ætlast fólk til þess hér í landi að þeirra menn valti yfir Ísland í leiknum.

„Það verður gríðarleg pressa á þeim. Þetta er bikarleikur. Allt eða ekkert. Þá getur allt gerst og við nálgumst verkefnið þannig. Við förum sem litla liðið í þennan leik og engin pressa á okkur. Við ætlum að fara og njóta. Vera alveg brjálaðir og gefa ekkert eftir,“ segir Guðmundur en liðið gat ekki fengið stærri áskorun á þessu móti.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir alla og liðið að spila okkar leik. Það hefur verið pressa á okkur í öllum þessum leikjum því við ætluðum upp úr riðlinum. Það hafðist og nú er bara bikarkeppni þar sem við ætlum að spila á hundrað og skilja allt eftir á vellinum. Ég hef einu sinni spilað við Frakkland, tapaði ekki og ég ætla ekki að byrja á því núna.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa

Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×