Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:54 Ólafur í leiknum í kvöld. Vísir/EPA Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45