Handbolti

Geir: Ekki boðlegt að láta sömu dómarana dæma helming leikja okkar

Arnar Björnsson skrifar
„Auðvitað er þetta svekkelsi við erum dottnir úr leik,“ sagði Geir Sveinsson skömmu eftir tapið gegn heimsmeisturum Frakka.

„Okkur langaði lengra. Við lögðum allt í þetta en kannski vantaði ákveðin klókindi. Við byrjuðum seinni hálfleikinn skelfilega. Við missum þá of langt frá okkur og það er alveg ljóst að við máttum ekki gera jafn mörg mistök og við gerðum í seinni hálfleik og þá er okkur fljótt refsað.

„Ég hef lítið tjáð mig um dómgæsluna hingað til en þetta er í þriðja skiptið sem við fáum sama dómaraparið. Þeir eru búnir að dæma 50 prósent leikja okkar. Ef við skoðum hvernig þeir dæmdu sérstaklega í seinni hálfleiknum þá get ég tínt til endalaus atriði. Mér finnst þetta ekki boðlegt eins og þessi skref sem dæmd voru á Ólaf Guðmundsson. Auðvitað kostar þetta okkur mark í bakið. En ég er gríðarlega stoltur af drengjunum. Þeir lögðu sig fram og voru frábærir. Því miður er uppskeran sú að við erum ekki komnir áfram en ég er stoltur.“

Frakkar gerðu fimm fyrstu tæknifeilana í leiknum og þið byrjuðuð frábærlega en hvar fóru þið út af sporinu?

„Þetta er bara töff. Þú mátt ekki hvergi gera mistök þú verður að halda þeim í algjöru lágmarki. Við erum inni í leiknum allan hálfleikinn. Það kemur smákafli um miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir minnka muninn úr 7-4 og komast í 9-9. Þess vegna kannski ná þeir að komast inn í þetta og svo auðvitað byrjunin á seinni hálfleik. Eftir það var þetta svolítið töff.“


Tengdar fréttir

Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu

Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×