Kawhi Leonard óstöðvandi í Cleveland | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. janúar 2017 11:00 Meistararnir réðu ekkert við Kawhi Leonard. vísir/getty Leiknir voru 11 leikir í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. San Antonio Spurs sótti sigur eftir framlengingu til Cleveland í stórleik næturinnar. Kawhi Leonard fór á kostum í liði Spurs í nótt. Hann skoraði 41 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann skoraði 6 stig í framlengingunni og þar á meðal tróð hann boltanum í körfuna þegar 4,9 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Spurs sigurinn. Leonard hefur skorað yfir 30 stig í sex leikjum í röð. Það hefur enginn leikmaður Spurs afrekað síðan Mike Mitchell gerði það árið 1986. LaMarcus Aldridge skoraði 16 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 29 stig hvor fyrir meistara Cleveland Cavaliers. Marcus Morris tryggði Detroit Pistons 113-112 sigur á Washington Wizards með ótrúlegri sigurkörfu á síðasta andartaki leiksins. Körfuna má sjá hér að neðan. Morris skoraði 25 stig fyrir Pistons og Reggie Jackson 19. Markeieff Morris, tvíburabróðir Marcus, skoraði 19 stig fyrir Wizards líkt og John Wall. Portland Trail Blazers lagði Boston Celtics 127-123 í framlengdum leik. C. J. McCollum skoraði 35 stig fyrir Trail Blazers og Damian Lillard 28 stig. Isaiah Thomas fór mikinn fyrir Celtics og skoraði 41 stig. Einvígi McCollum og Thomas má sjá hér að neðan. Devin Booker tryggði Phoenix Suns með sigurkörfu sem sjá má hér að neðan. Booker sem er aðeins á öðru ári sínu í deildinni skoraði 26 stig en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Eric Bledsoe skoraði 23 stig fyrir Suns. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 26.Öll úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers – San Antonio Spurs 115-118 Detroit Pistons – Washington Wizards 113-112 Boston Celtics – Portland Trail Blazers 123-127 Charlotte Hornets – Brooklyn Nets 112-105 Atlanta Hawks – Philadelphia 76ers 110-93 New York Knicks – Phoenix Suns 105-107 Miami Heat – Milwaukee Bucks 109-97 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 95-119 Denver Nuggets – Los Angeles Clippers 123-98 Utah Jazz – Indiana Pacers 109-100 Chicago Bulls – Sacramento Kings 102-99 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Leiknir voru 11 leikir í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. San Antonio Spurs sótti sigur eftir framlengingu til Cleveland í stórleik næturinnar. Kawhi Leonard fór á kostum í liði Spurs í nótt. Hann skoraði 41 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann skoraði 6 stig í framlengingunni og þar á meðal tróð hann boltanum í körfuna þegar 4,9 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Spurs sigurinn. Leonard hefur skorað yfir 30 stig í sex leikjum í röð. Það hefur enginn leikmaður Spurs afrekað síðan Mike Mitchell gerði það árið 1986. LaMarcus Aldridge skoraði 16 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 29 stig hvor fyrir meistara Cleveland Cavaliers. Marcus Morris tryggði Detroit Pistons 113-112 sigur á Washington Wizards með ótrúlegri sigurkörfu á síðasta andartaki leiksins. Körfuna má sjá hér að neðan. Morris skoraði 25 stig fyrir Pistons og Reggie Jackson 19. Markeieff Morris, tvíburabróðir Marcus, skoraði 19 stig fyrir Wizards líkt og John Wall. Portland Trail Blazers lagði Boston Celtics 127-123 í framlengdum leik. C. J. McCollum skoraði 35 stig fyrir Trail Blazers og Damian Lillard 28 stig. Isaiah Thomas fór mikinn fyrir Celtics og skoraði 41 stig. Einvígi McCollum og Thomas má sjá hér að neðan. Devin Booker tryggði Phoenix Suns með sigurkörfu sem sjá má hér að neðan. Booker sem er aðeins á öðru ári sínu í deildinni skoraði 26 stig en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Eric Bledsoe skoraði 23 stig fyrir Suns. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 26.Öll úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers – San Antonio Spurs 115-118 Detroit Pistons – Washington Wizards 113-112 Boston Celtics – Portland Trail Blazers 123-127 Charlotte Hornets – Brooklyn Nets 112-105 Atlanta Hawks – Philadelphia 76ers 110-93 New York Knicks – Phoenix Suns 105-107 Miami Heat – Milwaukee Bucks 109-97 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 95-119 Denver Nuggets – Los Angeles Clippers 123-98 Utah Jazz – Indiana Pacers 109-100 Chicago Bulls – Sacramento Kings 102-99
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira