Innlent

Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram,
Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram, Vísir/Getty
Rétt er að minna fólk á, á þessari erfiðu stund, að gæta að sínum nánustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum sem minnir á Hjálparsíma sinn, 1717. Hann sé ávallt opinn.

Lík Birnu Brjánsdóttur, sem leitað hefur verið að undanfarna átta daga, fannst við Selvogsvita á Reykjanesi klukkan eitt í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann líkið í fjörunni við vitann.

„Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram,“ segir í tilkynningunni.

„Reynum að hafa aðstandendur í huga og halda ró, finnum sorginni réttan farveg. Einnig þarf að gæta að börnum, munum að stjórnlaus hegðun og frumstæð viðbrögð geta haft slæmt áhrif.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×