Orðin verða svo smá Helga Vala Helgadóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Orðin verða bara svo agnarsmá. Ekkert kemst að nema þessi doði, sorg og djúp hluttekning. Allt argaþras og rifrildi út af dagsins málum skipta engu. Í eina viku hefur þjóðin staðið sem ein í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og nú sendum við fjölskyldu og ástvinum okkar allra bestu og hlýjustu strauma. Umvefjum þau með kærleika og þökkum um leið öllum þeim sem lögðu lið við leitina. Áfram heldur lögreglan leitinni að sannleikanum og þangað sendum við líka okkar styrk og góðu strauma. Við þurfum áfram að standa saman því ef eitthvað skiptir máli á tímum sem þessum þá er það samstaðan. Samstaðan um að gera umhverfi okkar öruggara. Við megum ekki draga þann lærdóm að við hér á okkar fámenna landi, sér í lagi ungar konur, þurfum að ganga hrædd um göturnar, heldur standa saman um að gera umhverfið öruggara og fordæma hvers kyns ofbeldi. Við eigum að byrja heima hjá okkur. Byrja á að tala við börnin okkar um það að beita aldrei ofbeldi. Að ofbeldi muni aldrei skapa neitt annað en vanlíðan og óhamingju. Að með ákvörðuninni einni, um að beita aldrei ofbeldi, getum við haft áhrif á að ofbeldi verði ekki beitt né heldur liðið. Ofbeldi getur byrjað smátt en endað með skelfingu, líkri þeirri sem við virðumst því miður nú hafa orðið vitni að. Föðmum hvert annað, börnin okkar og vini. Tölum saman. Sendum frá okkur kærleika og góðar tilfinningar því það mun sigra hatur og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Orðin verða bara svo agnarsmá. Ekkert kemst að nema þessi doði, sorg og djúp hluttekning. Allt argaþras og rifrildi út af dagsins málum skipta engu. Í eina viku hefur þjóðin staðið sem ein í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og nú sendum við fjölskyldu og ástvinum okkar allra bestu og hlýjustu strauma. Umvefjum þau með kærleika og þökkum um leið öllum þeim sem lögðu lið við leitina. Áfram heldur lögreglan leitinni að sannleikanum og þangað sendum við líka okkar styrk og góðu strauma. Við þurfum áfram að standa saman því ef eitthvað skiptir máli á tímum sem þessum þá er það samstaðan. Samstaðan um að gera umhverfi okkar öruggara. Við megum ekki draga þann lærdóm að við hér á okkar fámenna landi, sér í lagi ungar konur, þurfum að ganga hrædd um göturnar, heldur standa saman um að gera umhverfið öruggara og fordæma hvers kyns ofbeldi. Við eigum að byrja heima hjá okkur. Byrja á að tala við börnin okkar um það að beita aldrei ofbeldi. Að ofbeldi muni aldrei skapa neitt annað en vanlíðan og óhamingju. Að með ákvörðuninni einni, um að beita aldrei ofbeldi, getum við haft áhrif á að ofbeldi verði ekki beitt né heldur liðið. Ofbeldi getur byrjað smátt en endað með skelfingu, líkri þeirri sem við virðumst því miður nú hafa orðið vitni að. Föðmum hvert annað, börnin okkar og vini. Tölum saman. Sendum frá okkur kærleika og góðar tilfinningar því það mun sigra hatur og illsku.