Íslenski boltinn

Sigurður Egill fer til reynslu hjá tékknesku liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Egill á ferðinni í sínum fyrsta A-landsleik.
Sigurður Egill á ferðinni í sínum fyrsta A-landsleik. vísir/getty
Sigurður Egill Lárusson fer á morgun til Tékklands þar sem hann verður til skoðunar hjá FK Jablonec. Þetta staðfesti Sigurður Egill í samtali við 433.is.

Sigurður Egill mun skoða aðstæður hjá Jablonec en hann fer svo með liðinu í vikulanga æfingaferð til Portúgals.

Samkvæmt frétt 433.is kviknaði áhugi Jablonec á Sigurði Agli eftir að hann lék með íslenska landsliðinu í Kínabikarnum fyrr í mánuðinum.

Sigurður Egill lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tapaði 1-0 fyrir Síle í úrslitaleik Kínabikarsins um þarsíðustu helgi.

Sigurður Egill er uppalinn hjá Víkingi R. en hefur verið í herbúðum Vals frá 2013. Sigurður Egill varð bikarmeistari með Val 2015 og 2016. Hann skoraði bæði mörk Valsmanna í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV í fyrra.

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val í vetur en í samningnum er klásúla sem gerir honum kleift að fara til erlends liðs.

Jablonec situr í 10. sæti tékknesku deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×