Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 14:46 Nesta Carter, Usain Bolt og strákarnir fagna eftir Ólympíusigurinn í Ríó í fyrra. Þeir halda þeim gullverðlaunum. vísir/getty Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira