Erlent

Trump skipar stjórn sinni að birta vikulegan lista yfir glæpi innflytjenda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana. Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað stjórn sinni að birta vikulega lista yfir glæpi sem framdir eru af innflytjendum í Bandaríkjunum. Independent greinir frá.

Fyrirskipunin er hluti af miklum breytingum sem Donald Trump og stjórn hans stendur fyrir í málefnum innflytjenda en Trump skrifaði undir tilskipun þess efnis í gær.

Í tilskipuninni kemur fram að ráðherra heimavarnarmála skuli birta opinberlega „yfirgripsmikinn lista yfir glæpsamlegt athæfi framið af innflytjendum“. Þá eigi listinn einnig að innihalda upplýsingar um borgir og sveitarfélög sem neiti að afhenda innflytjendur sem flytja eigi úr landi brott eða sækja þá til saka, svokallaða griðastaði.

Ekki er tekið fram hvort að á listanum muni aðeins vera hægt að finna glæpi framda af ólöglegum innflytjendum og hafa því vaknað spurningar hvort að mögulegir glæpir þeirra innflytjenda sem búi löglega í Bandaríkjunum muni verða gerðir opinberir.

Trump hyggst herða mjög eftirlit með innflytjendum í Bandaríkjunum, meðal annars með tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum.


Tengdar fréttir

Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg

Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið.

Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum

Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land




Fleiri fréttir

Sjá meira


×