Körfubolti

Israel Martin hundóánægður: Lékum fimm gegn átta í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, kom sínum mönnum til varnar eftir að hafa glutrað niður nítján stiga forskoti í Ljónagryfjunni í kvöld en hann var heldur ósáttur með dómaratríóið í kvöld.

„Strákarnir mínir spiluðu vel, við gátum spilað betur í þriðja leikhluta en dómgæslan í seinni hálfleik var einfaldlega skelfileg. Ég er orðinn þreyttur á að horfa upp á þetta,“ sagði Martin og hélt áfram:

„Við erum með gott forskot í hálfleik en dómararnir taka upp nýja línu í dómgæslunni í hálfleik og ég vill fá skýringu á því. Þeir settu niður stór skot en við þurftum að spila fimm gegn átta í seinni.“

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga

Martin var afar ósáttur með fjórðu villuna sem dæmd var á Antonio Hester í upphafi þriðja leikhluta er dómgæslan fór að trufla gestina.

„Ef þú horfir á þetta á myndbandi þá sérðu að það er ekki brot þarna. Varnarmaðurinn hoppar á hann og hann fær dæmda á sig sóknarvillu. Ég er 100% viss um að þetta var rangur dómur.“

Hann sagði það enga afsökun að hafa leikið án Hester svona lengi.

„Við erum að vinna leikinn þegar hann kemur aftur inn á en endum á að tapa leiknum. Ég vill sjá meiri baráttu, bæði hjá honum og öðrum leikmönnum. Við vorum mjög þéttir í tuttugu mínútur en gáfum eftir,“ sagði Martin og bætti við:

„Við héldum að við gætum unnið leikinn upp á eigin spýtur en við misstum alla stjórn á leiknum,“ sagði Martin að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×