Erlent

Helsti ráðgjafi Donald Trump segir fjölmiðlum að þegja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump við skrifborð sitt á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Steve Bannon er lengst til hægri á myndinni.
Donald Trump við skrifborð sitt á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Steve Bannon er lengst til hægri á myndinni. vísir/epa
Steve Bannon, helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, líkir fjölmiðlum í Bandaríkjunum við stjórnarandstöðu og segir að þeir eigi að þegja og hlusta.

Þetta sagði Bannon í viðtali við dagblaðið New York Times en á þeirri einu viku sem liðin er frá því að Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hafa hann, sem og ráðgjafar hans, ítrekað lent upp á kant við fjölmiðla.

 

Þannig hefur Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningu hans í embætti í Washington og þá hafa fjölmiðlar efast um fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg.

Í símaviðtali sagði Bannon að fjölmiðlar ættu að skammast sín og þegja og hlusta um stund.

„Fjölmiðlarnir hér eru stjórnarandstöðuflokkurinn, ekki Demókrataflokkurinn,“ sagði Bannon.

Þá sagði hann fjölmiðla ekki skilja þjóðina.

„Þeir skilja ekki enn hvers vegna Donald Trump var kjörinn forseti,“ sagði hann.

Í viðtalinu vísaði Bannon mest til stærri fjölmiðla eða það sem hann kallaði fjölmiðla „elítunnar“ en nefndi þó sérstaklega New York Times og The Washington Post.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×