Aron um hugmyndir Kristjáns: Vanvirðing að gefa leikmönnum landsliðssæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 09:00 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira