Aron um hugmyndir Kristjáns: Vanvirðing að gefa leikmönnum landsliðssæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 09:00 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira