Íslenski boltinn

Aron Bjarnason í Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með ÍBV síðastliðið sumar.
Aron í leik með ÍBV síðastliðið sumar. Vísir/Anton
Breiðablik heldur áfram að styrkja sóknarlínu sína en félagið hefur gengið frá kaupum á Aroni Bjarnasyni frá ÍBV. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum.

Aron er 21 árs og hefur spilað með ÍBV síðustu tvö árin. Á þeim tíma hefur hann skorað sjö mörk í 38 deildarleikjum.

Hann er uppalinn hjá Þrótti en hefur einnig spilað með Fram. Hann átti eitt ár eftir að samningi sínum við ÍBV.

Arnór Gauti Ragnarsson, sóknarmaður hjá Breiðabliki, hefur að sama skapi samið við ÍBV og mun spila með Eyjamönnum næstu tvö árin. Það kom fram á Fótbolti.net í dag.

Blikar hafa verið í vandræðu með markaskorun síðustu árin en fengið til sín þrjá sóknarmenn á undirbúningstímabilinu. Fyrstur kom Martin Lund Pedersen frá Fjölni, þá Hrvoje Tokic sem samdi við Kópavogsliðið í gær.

Þeir Pederson og Tokic voru báðir í hópi markahæstu leikmanna Pepsi-deildar karla á síðustu leiktíð.




Tengdar fréttir

Tokic til Blika

Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic er genginn í raðir Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×