Innlent

Fjölmenni í minningargöngu Birnu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmargir eru samankomnir í miðbænum.
Fjölmargir eru samankomnir í miðbænum. vísir/ernir
Fjölmargir eru samankomnir í miðbæ Reykjavíkur til að minnast Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin síðastliðinn sunnudag eftir rúmlega viku leit. Minningargangan hefst klukkan hálf fimm og verður nokkrum götum í miðborginni lokað fyrir umferð á meðan göngunni stendur.

Lagt verður af stað klukkan hálf fimm frá Hlemmi. Gengið verður niður Laugaveg að Ingólfsstræti og þaðan út á Arnarhól. Þá verður einnig haldin minningarstund um Birnu við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og hafa hátt í átta hundrað manns boðað komu sína.

vísir/jóhann k
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir

Minnast Birnu í Kaupmannahöfn

Minningarathöfn til minningar um Birnu Brjánsdóttur verður haldin fyrir utan sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn á morgun.

Óraunverulegt að kveðja Birnu

Þrátt fyrir að þjóðin hafi tekið hvarf og andlát Birnu Brjánsdóttur sérstaklega nærri sér í liðinni viku þá er upplifunin mjög ólík því sem hennar nánustu upplifa. Bestu vinkonur Birnu, þær María og Matthildur, segjast vilja minnast hennar fyrir lífsglöðu og afslöppuðu stelpunnar sem hún var en ekki þess sem síðar kom fyrir hana. Í dag verður gengið niður Laugaveginn til minningar um Birnu og blóm lögð að Laugavegi 31, þaðan sem hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×