Körfubolti

Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin | „Jón Arnór er búinn að vera lélegur“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi en þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm málefni og oft skapast skemmtilegar umræður.

Þeir Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í síðasta þætti og fóru um víðan völl og voru að vanda ekki sammála um öll málefnin.

Var byrjað á að ræða hvaða lið væri verst þegar leikurinn væri undir (e. chokers) áður en farið var að ræða hver besti dómari leiksins væri eftir gagnrýni Israel Martin á dómgæsluna.

Þá ræddu þeir stöðunna á Haukaliðinu, hvaða lið hefði verið besta liðið eftir áramót áður en farið var að rýna í misjafna frammistöðu íslensku stórlaxanna í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×