Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira