Mótmæltu Jeff Sessions í búningum Ku Klux Klan Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 15:59 Mótmælendur sem vísað var út úr salnum. Vísir/EPA Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00