Erlent

Kínverjar flýja mengunina og flykkjast til Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi tvö voru á Íslandi á dögunum.
Þessi tvö voru á Íslandi á dögunum. Vísir/Pjetur
Ísland er meðal vinsælustu áfangastaða Kínverja sem vilja flýja mengunarský sem lagst hefur yfir stóran hluta Kína undanfarnar þrjár vikur.

Bloomberg greinir frá en þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu kínversku ferðaskrifstofunnar Ctrip þar sem fram kemur að kínverskir ferðalangar hafi í auknum mæli leitað eftir ferðum með leitarorðunum „smog escape“, „lung escape“, og „forests“.

Ferðaskrifstofur hafa brugðist við þessari óvæntu eftirspurn og bjóða nú upp á sérstakar ferðir og markaðssetja þær sem ferðir á áfangastaði þar sem komast má í hreint loft. Ísland, Suðurskautslandið og Seychelles-eyjar eru ofarlega á lista yfir þær ferðir sem seldar eru.

Gríðarleg mengun hefur ollið miklum vandkvæðum í Kína á undanförnum vikum. Yfirvöld í Peking hafa brugðist við með því að láta loka 500 hundruð verksmiðjum og krafist þess að um 2500 verksmiðjur grípi til aðgerða til að minnka mengun en íbúar Peking eru þeir sem líklegastir eru til þess að fara í slíkar ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×