Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. janúar 2017 07:00 Jeff Sessions sór eið frammi fyrir þingnefnd. Nordicphotos/Getty Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira