Sigmundur Davíð segist hafa lent í því að þurfa að hrósa nýjum ráðherrum Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 15:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist hafa lent í því í dag að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi hennar. Þetta segir Sigmundur Davíð á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Jón Gunnarsson, nýjan samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra, koma sterkan inn og sýna skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar.Vísir greindi frá því í dag að Jón sæi enga aðra lausn í stöðunni en að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem jafnframt er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði Jón byrja ömurlega í embætti og að hann hefði með orðum sínum gert stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að marklausu plaggi og þar með gefið tón um illindi og heift. Sigmundur Davíð er ekki á sama máli. Á Facebook segist hann vonast til þess að Jón nái vonandi saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. „Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum,“ segir Sigmundur Davíð og á þar við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan utanríkisráðherra. Brexit Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29 Gísli Marteinn segir Jón byrja ömurlega Gísli Marteinn Baldursson segir að með orðum sínum um Reykjavíkurflugvöll geri Jón stjórnarsáttmálann að marklausu plaggi og gefi tón um illindi og heift. 11. janúar 2017 12:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist hafa lent í því í dag að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi hennar. Þetta segir Sigmundur Davíð á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Jón Gunnarsson, nýjan samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra, koma sterkan inn og sýna skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar.Vísir greindi frá því í dag að Jón sæi enga aðra lausn í stöðunni en að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem jafnframt er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði Jón byrja ömurlega í embætti og að hann hefði með orðum sínum gert stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að marklausu plaggi og þar með gefið tón um illindi og heift. Sigmundur Davíð er ekki á sama máli. Á Facebook segist hann vonast til þess að Jón nái vonandi saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. „Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum,“ segir Sigmundur Davíð og á þar við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan utanríkisráðherra.
Brexit Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29 Gísli Marteinn segir Jón byrja ömurlega Gísli Marteinn Baldursson segir að með orðum sínum um Reykjavíkurflugvöll geri Jón stjórnarsáttmálann að marklausu plaggi og gefi tón um illindi og heift. 11. janúar 2017 12:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29
Gísli Marteinn segir Jón byrja ömurlega Gísli Marteinn Baldursson segir að með orðum sínum um Reykjavíkurflugvöll geri Jón stjórnarsáttmálann að marklausu plaggi og gefi tón um illindi og heift. 11. janúar 2017 12:48