Handbolti

Arnór: Leiðinlegt að missa þá svona langt fram úr okkur

Arnar Björnsson skrifar
„Það er erfitt að segja af hverju það var svona mikill munur á hálfleikjum hjá okkur,“ sagði gamli stríðshesturinn Arnór Atlason eftir tapið gegn Spáni í kvöld.

„Stundum munar svo litlu í þessu. Við eigum erfitt með að skora á meðan þeir eiga allt í einu auðvelt með að skora eins og var með okkur í fyrri hálfleik er við fengum þessi hraðaupphlaupsmörk. Það er erfitt að útskýra þetta en við áttum bara erfitt með að skora í seinni hálfleik.“

Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik og því má nú ekki gleyma.

„Fyrri hálfleikur var mjög góður og sérstaklega varnarleikurinn. Þegar hann er góður þá er Bjöggi frábær á bak við. Þetta dettur allt niður í seinni hálfleik líka og því fer sem fer.

„Það er auðvitað enginn heimsendir að tapa fyrir þessu liði sem er frábært. Mér fannst við samt vera inn í leiknum og leiðinlegt að missa þá svona langt fram úr okkur.“

Þó svo Arnór væri svekktur þá veit af reynslunni að það þýðir ekki að dvelja við leiki heldur taka það jákvæða með í næsta bardaga.

„Við ætlum að vinna alla leiki og þetta er sterkasta lið riðilsins. Það sem við getum tekið með okkur er að við spiluðum mjög góðan leik í 45 mínútur gegn heimsklassaliði. Það tökum við með okkur í Slóvena-leikinn.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Janus Daði: Hættum að geta skorað

Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×