Íslenski boltinn

Garðar endurnýjar kynnin við Willum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar horfir á Stefán Loga Magnússon, núverandi samherja sinn hjá KR.
Garðar horfir á Stefán Loga Magnússon, núverandi samherja sinn hjá KR. vísir/andri marinó
Garðar Jóhannsson er genginn í raðir KR og kominn með leikheimild með Vesturbæjarliðinu.

Garðar, sem verður 37 ára á þessu ári, lék með KR á árunum 2003-06, m.a. undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, núverandi þjálfara KR. Willum þjálfaði Garðar einnig hjá Val.

Garðar var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fylki í fyrra. Hann skoraði fjögur mörk í 19 deildarleikjum fyrir Árbæinga.

Garðar hætti hjá Fylki eftir síðasta tímabil og gekk í raðir KFG í 3. deildinni. Hann stoppaði þó stutt við þar.

Garðar er uppalinn Stjörnumaður og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014. Hann skoraði tvö mörk í átta landsleikjum á árunum 2008-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×