Fótbolti

Sevilla stöðvaði sigurgöngu Real Madrid

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sevilla-menn fagna sigrinum.
Sevilla-menn fagna sigrinum. vísir/getty
Sevilla vann dramatískan 2-1 sigur á Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Real Madrid í 40 leikjum.

Staðan var 0-0 í hálfleik en Real Madrid ívið sterkari aðilinn. Á 67. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu sem Cristiano Ronaldo nýtti sér vel og skoraði örugglega.

Allt leit út fyrir að Real Madrid væri að fara hirða öll þrjú stigin en á 85. mínútu leiksins varð Sergio Ramos fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark.

Stevan Jovetic var síðan hetja Sevilla og skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma. Jovetic er nýkominn til Sevilla og var þetta aðeins annar leikurinn hans. Real Madrid í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi á undan Sevilla sem er í því öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×