Körfubolti

Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Clinch Jr. skoraði 20 stig í sigrinum á Þór í gær.
Lewis Clinch Jr. skoraði 20 stig í sigrinum á Þór í gær. Vísir/Eyþór
Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi.

Grindavík sló Þór Akureyri í Höllinni á Akureyri í gærkvöldi og tryggði sér sæti í undanúrslitum Maltbikarsins sem fara nú fram í Laugardalshöllinni í bikarúrslitaleikjavikunni.

Þetta er í níunda sinn frá og með árinu 2006 þar sem Grindavíkingar eru meðal fjögurra liða sem komust alla leið í undanúrslit bikarsins.

Grindvíkingar hafa verið í undanúrslitum á öllum tímabilum frá 2006 nema 2007/08, 2011/12 og 2014/15. Þeir voru í undanúrslitunum í fyrra en töpuðu þá á móti verðandi bikarmeisturum í KR.

Grindvíkingar hafa komist þrisvar oftar í undanúrslitin en nágrannar þeirra úr Keflavík en KR-ingar geta jafnað árangur Keflavíkurliðsins með sigri á 1. deildarliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld.

Oftast í undanúrslitum bikars karla í körfubolta frá og með 2006:

9 sinnum - Grindavík

6 - Keflavík

5 - KR*

4 - Tindastóll

3 - Skallagrímur

3 - Njarðvík

3 - ÍR

3 - Snæfell

3 - Stjarnan

* Geta komist í undanúrslitin í kvöld

** Þór Þorlákshöfn kemst inn á listann með sigri í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×