Handbolti

Arnór: Hef engar áhyggjur af þessum ungu strákum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur upplifað margt með landsliðinu á stórmótum og hann var beðinn um að bera saman sóknarleikinn núna og áður.

„Það gengur erfiðar skora núna en oft áður. Við erum að skora færri mörk. Við vorum auðvitað hér áður með samstillt lið sem hafði spilað saman mjög lengi. Þar þekktu allir hvorn annan út og inn. Það var kannski viðbúið að það yrðu einhverjir hnökrar núna. Mér hefur ekki fundist hann vera alslæmur samt. Hann þarf samt að batna til þess að koma okkur áfram,“ segir Arnór og hrósar ungu mönnunum í liðinu.

„Yngri drengirnir eru alveg með þetta og vita um hvað þetta snýst. Mér finnst þeir hafa tæklað þetta mjög vel en það tekur tíma að læra almennilega á næsta mann. Ég hef engar áhyggjur af þessum ungu strákum en þetta mun bara taka smá tíma.“

Arnór segir að það hafi tekið hann tíma að venjast landsliðinu á sínum tíma. Þetta eigi við alla.

„Það tekur alltaf tíma að komast inn í nýtt lið. Þetta er gaman og áskorun. Mér finnst við samt á góðri leið og lít björtum augum á þetta,“ segir Arnór en liðið á nú bara tvo leiki eftir í riðlinum og verður að vinna báða.

„Við þurfum að hugsa um einn leik í einu. Verðum að taka Angóla alvarlega fyrst í dag. Ég óttast ekkert vanmat og finnst Angóla vera sterkara en ég bjóst við. Við eigum að vinna en þurfum að gera þetta af fagmennsku.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×