Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun