Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2017 19:39 Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin. Brexit Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin.
Brexit Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira