Handbolti

Björgvin: Myndum örugglega tapa fyrir þeim í bekkpressukeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Það er tóm gleði núna enda komnir með þrjá punkta,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti stórleik í marki Íslands gegn Angóla í kvöld.

„Það jákvæða í þessu er að það er alltaf stígandi. Þetta er alltaf brekka og við þurfum að nota þennan sigur til þess að koma okkur í gírinn fyrir stærsta leik mótsins gegn Makedóníu.“

Björgvin var með 55 prósent markvörslu í leiknum sem er auðvitað frábært.

„Ég er víst í þeirri vinnu að vera mikið fyrir. Svolítið skrýtin  að vera fyrir. Það gekk vel að þvælast fyrir núna. Þetta er svolítið erfiður andstæðingur fyrir okkur markmenn. Þetta eru hugmyndaríkir strákar sem taka upp á því að taka alls konar skemmtileg skot. Maður fær nokkra bolta gefins og aðra sem eru virkilega erfiðir,“ segir Björgvin sem varð á köflum hissa á skotum andstæðinganna.

„Þetta er flott þjóð. Þetta eru stinnir gaurar og kraftmiklir. Ef við færum í bekkpressukeppni við þá myndum við örugglega tapa. Þeir eru fit og flottir og gaman að sjá að þeir verða betri með hverju mótinu.

Bjöggi er þó ekki viss um að Makedónía myndi vinna þá í bekkpressukeppni.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×