NBA: Harden náði þrennunni þegar leikmenn Miami voru hættir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 08:44 Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103 NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira