NBA: Harden náði þrennunni þegar leikmenn Miami voru hættir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 08:44 Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira