Handbolti

HBStatz: Bjarki Már Gunnarsson fékk 10 fyrir varnarleikinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik í íslenskum vörninni á móti Angóla á HM í handbolta í Frakklandi í gær. Samkvæmt einkunn HBStatz þá átti Bjarki fullkominn leik í Metz í gær.

HBStatz hefur tekið saman alla helstu tölfræði í fjórum fyrstu leikjum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.

Íslensku strákarnir unnu sinn fyrsta sigur á mótinu í gær þegar liðið vann 33-19 sigur á Angóla.

HBStatz gefur leikmönnum einkunn í bæði vörn og sókn fyrir frammistöðu sína í leikjunum og það er athyglisvert að skoða einkunn okkar manna fyrir leikinn í gær.

Bjarki Már Gunnarsson fékk nefnilega 10 í einkunn fyrir varnarleikinn í gær. Bjarki Már var 1,1 hærri en næsti maður sem var Ásgeir Örn Hallgrímsson með 8,9.

Bjarki Már náði meðal annars ellefu löglegum stöðvunum í leiknum en hann var einnig með tvö varin skot og einn stolinn bolta. Bjarki gaf reyndar eitt víti en hann fékk enga brottvísun.

Arnór Þór Gunnarsson fékk hæstu einkunn fyrir sóknarleikinn eða 9,6 en Arnór var aðeins hærri en Gunnar Steinn Jónsson.

Það má finna alla tölfræði strákanna úr Angólaleiknum með því að smella hér.

Besta frammistaðan í vörninni á móti Angóla:

Bjarki Már Gunnarsson 10,0

Ásgeir Örn Hallgrímsson 8,9

Gunnar Steinn Jónsson 7,1

Ólafur Guðmundsson 6,5

Arnór Þór Gunnarsson 5,9

Besta frammistaðan í sókninni á móti Angóla:

Arnór Þór Gunnarsson 9,6

Gunnar Steinn Jónsson 9,4

Arnór Atlason 8,5

Guðjón Valur Sigurðsson 8,4

Bjarki Már Elísson 8,4


Tengdar fréttir

Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu

Strákarnir okkar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik á HM í Frakklandi. Þeir unnu fjórtán marka skyldusigur, 33-19, gegn Angóla. Þrátt fyrir dapran síðari hálfleik náði liðið að búa til forskotið undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×