Þriðji skipverjinn handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 21:30 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. VÍÐIR MÁR HERMANNSSON Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23