Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 08:34 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti í gærkvöldi þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Ernir Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00