Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:15 Guðjón Valur Sigurðsson fer í gegn á móti Makedóníu í dag. vísir/afp Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira