Fótbolti

Sverrir Ingi: Ég er tilbúinn að spila á laugardaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason er kominn í rautt og hvítt.
Sverrir Ingi Ingason er kominn í rautt og hvítt. Vísir/EPA
Sverrir Ingi Ingason gekk í dag frá samningum við spænska 1. deilarfélagið Granada og verður þar með sjötti Íslendingurinn frá upphafi sem spilar í deildinni.

Sjá einnig: Sverrir Ingi orðinn leikmaður Granada

Sverrir Ingi sat fyrir svörum blaðamanna í fyrsta sinn á Spáni í dag. Þar sagðist hann ánægður með að fá tækifærið til að spila á Spáni, í einni bestu deild heims.

„Ég tel að ég geti fært liðinu nýja orku. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa og geti hjálpað liðinu,“ sagði hann.

„Ég hef notið þess að æfa með liðinu. Það eru mikil gæði í leikmannahópnum og það er sjálfstraust í leiknum fyrir leikinn um helgina.“

Granada leikur gegn Espanyol um helgina og gæti Sverrir Ingi komið við sögu.

„Ég er tilbúinn að spila á laugardaginn, ef þjálfarinn vill að ég geri það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×