Innlent

Þessir Íslendingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. Vísir/GVA
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í dag tólf Íslendingum heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Þeir sem hlutu fálkaorðuna í dag eru:

  • Benóný Ásgrímsson fyrrverandi þyrluflugstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir björgunarstörf og framlag til íslenskra flugmála
  • Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf á vettvangi íslensks sjónvarps og framlag til íslenskrar safnamenningar
  • Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni
  • Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fyrrverandi útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi hljóðvarps
  • Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og formaður Styrktarfélagsins Göngum saman, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar
  • Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og störf í þágu íslenskra listamanna
  • Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi
  • Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar
  • Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar húsagerðarlistar
  • Sigurður Pálsson rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar
  • Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður, Hala II í Suðursveit, riddarakross fyrir menningarstarf í heimabyggð
  • Þór Jakobsson veðurfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði umhverfisvísinda og til miðlunar þekkingar


Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.

Í orðunefnd eiga nú sæti:

  • Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, formaður
  • Ellert B. Schram, fv. alþingismaður og fv. forseti ÍSÍ
  • Guðrún Nordal, Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra
  • Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður
  • Örnólfur Thorsson, orðuritari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×