Giftu sig í sýningarsal Porsche Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 09:54 Champions Porsche sýningarsalurinn í Flórída og gifting í vændum. Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent
Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent