Sport

Ólympíumeistarinn og heimsmetshafinn er hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashton Eaton með Ólympíugullið sitt.
Ashton Eaton með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty
Bandaríski tugþrautarkappinn Ashton Eaton tilkynnti það í dag að hann væri hættur en með því setur hann setur punktinn á bak við stórbrotinn feril.

Ashton Eaton er 28 ára gamall en bæði hann og eiginkona hans, Brianne Theisen-Eaton, tilkynntu á heimasíðu sinni í dag að þau hafi ákveðið að draga sig í hlé.

Brianne Theisen-Eaton vann bronsverðlaun í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Ríó en hún keppir fyrir Kanada.

„Það eru tíu ár síðan ég byrjaði að keppa í tugþraut og mér finnst það við hæfi að kveðja núna og prófa eitthvað nýtt,“ skrifaði Ashton Eaton inn á heimsíðu sína.

Ashton Eaton er handhafi heimsmetsins í tugþraut (9045 stig) og hefur unnið gullverðlaun á bæði tveimur síðustu Ólympíuleikum (2012 og 2016) sem og á tveimur síðustu heimsmeistaramótum (2013 og 2015).

Ashton Eaton varð aðeins annar maðurinn á eftir Tékkanum Roman Sebrle til að komast yfir níu þúsund stiga múrinn. Hann sló heimsmet Roman Sebrle árið 2012 (9039 stig) og bætti síðan eigið heimsmet rúmum þremur árum síðar (9045 stig)

Þegar Ashton Eaton varð Ólympíumeistari í Ríó í ágúst varð hann aðeins þriðji maðurinn í sögunni til að verja Ólympíugullið í tugþraut. Hann hefur auk þess aldrei tapað tugþrautarkeppni á síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×