Að gefa líf Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun