Handbolti

Slóvenar stóðu í Frökkunum í Toulouse

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kentin Mahe var frábær í kvöld.
Kentin Mahe var frábær í kvöld. Vísir/Getty
Frakkar halda HM í handbolta í ár og ætla sér stóra hluti sem fyrr. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum á móti Slóveníu í æfingaleik í Toulouse í kvöld.

Frakkar unnu leikinn á endanum með tveimur mörkum. 29-27, eftir góðan endasprett.

Slóvenska liðið var tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir en Frakkarnir unnu lokamínúturnar 6-2 og tryggðu sér sigurinn.

Kentin Mahé, leikmaður Flensburg-Handewitt, fór á kostum í leiknum og skoraði alls þrettán mörk fyrir franska landsliðið.

Mahé skoraði fjögur mörk á lokamínútum leiksins eða tveimur meira en allt slóvenska liðið skoraði á sama tíma.

Staðan var 11-11 í hálfleik eftir að Slóvenarnir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins.  Slóvenar komust síðan í 15-13 í upphafi seinni hálfleiksins og voru skrefinu á undan þar til í lokin.

Slóvenar eru í riðli með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og þessir úrslit sýna að þeir eru til alls líklegir í B-riðlinum.

Ísland mætir Slóveníu á laugardaginn eftir rúma viku en það verður annar leikur liðanna á heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×