Körfubolti

Körfuboltakvöld: Þess vegna voru Haukar svona brjálaðir | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur lagði Hauka að velli, 104-102, í rosalegum framlengdum leik í Borgarnesi á fimmtudagskvöldið.



Úrslitin réðust alveg undir lok framlengingarinnar. Kristinn Óskarsson dæmdi þá villu á Breka Gylfason fyrir brot á Flenard Whitfield sem kláraði leikinn á vítalínunni.

Haukar voru æfir yfir þessum dómi Kristins sem er ekki vinsælasti maðurinn á Ásvöllum um þessar mundir.

Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds, fann til með Haukum.

„Hvað er verið að flauta á?“ spurði Hermann forviða.

„Þarna á leikurinn bara að klárast og fara í framlengingu númer tvö. Það er líka spurning um hvenær þetta gerist. Ef menn dæma á þetta alla leiki og öllum stundum eru leikirnir ekki að fara að ganga neitt,“ bætti Hermann við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×